Stjórn Alþýðusamband Norðurlands
Stjórn AN 2024-2026
Á 38. þingi AN sem haldið var árið 2024 var Ósk Helgadóttir, frá Framsýn, kjörin nýr formaður AN til næstu tveggja ára. Með henni í stjórn eru Jóhannes Jakobsson, frá Byggiðn, sem er varaformaður stjórnar, og Vigdís Edda Guðbrandsdóttir, frá Samstöðu, sem er ritari stjórnar. Varamenn í stjórn eru, Aneta Potrykus, frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Atli Hjartarsson, frá Öldunni stéttarfélagi, og Eydís Bjarnadóttir, frá FVSA.
Aneta Potrykus - Verkalýðsfélag Þórshafnar - Varastjórn
Aneta Potrykus er formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar og varamaður í stjórn AN.
Atli Hjartarsson, Aldan stéttarfélag - Varastjórn
Atli Hjartarsson er þjónustufulltrúi hjá Öldunni stéttarfélagi og varamaður í stjórn AN.
Eydís Bjarnadóttir - FVSA - Varastjórn
Eydís Bjarnadóttir er starfsmaður FVSA og varamaður í stjórn AN.
Jóhannes Jakobsson - Byggiðn - Varaformaður
Jóhannes Jakobsson kemur frá Byggiðn og er varaformaður stjórnar AN.
Ósk Helgadóttir- Framsýn - Formaður AN
Ósk Helgadóttir er varaformaður Framsýnar og formaður stjórnar AN.
Vigdís Edda Guðbrandsdóttir - Samstaða - Ritari
Vigdís Edda Guðbrandsdóttir er meðstjórnandi í stjórn Samstöðu og ritari stjórnar AN.
Stjórn AN 2022-2024
Á 37. þingi AN sem haldið var árið 2022 var Anna Júlíusdóttir, frá Einingu-Iðju, kjörin nýr formaður AN til næstu tveggja ára. Með henni í stjórn eru Aneta Potrykus, frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar, sem er varaformaður stjórnar og Atli Hjartarson, frá Öldunni stéttarfélagi, sem er ritari stjórnar. Varamenn í stjórn eru Vigdís Edda Guðbrandsdóttir, frá Samstöðu, Guðný Grímsdóttir, frá Framsýn, og Trausti Jörundarson, frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar.
Stjórn AN 2019-2022
Á 36. þingi AN sem haldið var árið 2019 var Vigdís Edda Guðbrandsdóttir, frá Samstöðu, kosin nýr formaður AN. Með henni í stjórn voru Anna Júlíusdóttir, frá Einingu-Iðju, sem er varaformaður stjórnar og Guðný Grímsdóttir, frá Framsýn, sem er ritari stjórnar. Varamenn í stjórn voru Bjarki Tryggvason, frá Öldunni – stéttarfélagi, Svala Sævarsdóttir, frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar, og Trausti Jörundarson, frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar.
Stjórn AN 2017-2019
Á 35. þingi AN sem haldið var árið 2017 var Bóas Jónasson, frá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri, kosinn nýr formaður stjórnar. Með honum í stjórn voru Ósk Helgadóttir, frá Framsýn – stéttarfélagi, og Vigdís Þorgeirsdóttir frá Samstöðu. Varamenn í stjórn voru Anna Júlíusdóttir, frá Einingu-Iðju, Sigríður Jóhannesdóttir, frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar, og Bjarki Tryggvason, frá Öldunni – stéttarfélagi.
Stjórn AN 2015-2017
Á 34. þingi AN sem haldið var árið 2015 var Ósk Helgadóttir, varaformaður Framsýnar – stéttarfélags, kosin nýr formaður stjórnar. Með henni í stjórn voru Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, og Jón Ægir Ingólfsson, stjórnarmaður í Öldunni – stéttarfélagi. Varamenn í stjórn voru Agnes Einarsdóttir frá Framsýn – stéttarfélagi, Vigdís Elfa Þorgeirsdóttir frá Samstöðu og Anna Júlíusdóttir, frá Einingu-Iðju.